Kína Langdrægri eldflaug var skotið í Kyrrahafið á miðvikudag.
Kína Langdrægri eldflaug var skotið í Kyrrahafið á miðvikudag. — AFP/Fréttamiðstöð Kínverska frelsishersins

Kínverski herinn var í viðbragðsstöðu í gær eftir að japanska herskipið Destroyer Sazanami sigldi um Taívansund í fyrsta skipti á miðvikudag. Sama dag sigldu einnig herskip frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi sömu leið. Yfirvöld í Peking lögðu fram kvörtun til Tókýó en skipaferðirnar komu í kjölfar þess að Kínverjar skutu langdrægri tilraunaeldflaug í Kyrrahafið, sem vakti hörð viðbrögð Japana, Ástrala og Nýsjálendinga, en það var fyrsta heræfing Kínverja af þeim toga í áratugi. „Kína er mjög vakandi fyrir pólitískum áformum Japana og hefur lagt fram harðar yfirlýsingar gagnvart Japan,“ sagði Lin Jian talsmaður utanríkisráðuneytisins.

Spennan á svæðinu hefur farið vaxandi. Bandaríkin og bandamenn þeirra fara í auknum mæli gegnum Taívansund, sem þeir segja að sé alþjóðleg siglingaleið. Kínversk yfirvöld segja hins vegar Taívan hluta af yfirráðasvæði Kína og þar með hafi þeir

...