Félag íslenskra grjónapunga (FÍGP) var stofnað 1964 og héldu liðsmenn upp á 60 ára afmælið í Fjósinu hjá Gunnari Kristjánssyni á Hlíðarenda í liðinni viku. „Þetta eru mikil tímamót,“ segir Halldór Einarsson, sem hefur verið með síðan 1969
Íþróttablaðið 1975 Fjallað var um félagið í fjórða tölublaði ársins.
Íþróttablaðið 1975 Fjallað var um félagið í fjórða tölublaði ársins.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Félag íslenskra grjónapunga (FÍGP) var stofnað 1964 og héldu liðsmenn upp á 60 ára afmælið í Fjósinu hjá Gunnari Kristjánssyni á Hlíðarenda í liðinni viku. „Þetta eru mikil tímamót,“ segir Halldór Einarsson, sem hefur verið með síðan 1969. „Það er merkilegt að félagsmenn hafa hist alla virka daga í 60 ár og aldrei hefur fallið dagur niður.“

Axel Sigurðsson hjá Póstinum átti hugmyndina að nafni félagsins. „Hann byrjaði að tala um hópinn sem grjónapunga,“ segir Baldvin Jónsson.

Frá upphafi hafa menn með tengsl við Knattspyrnufélagið Val verið í meirihluta, en aðrir hafa einnig átt hlut að máli. Í umfjöllun um félagsskapinn í Íþróttablaðinu 1975 kemur fram að mikil ásókn hafi verið

...