„Aðstæður eru eitthvað að breytast því það var alveg nóg æti í sjónum í sumar og það var líka svolítið merkilegt að það var enginn makríll í lögsögu okkar,“ segir Elliðaeyingurinn Ívar Atlason um mikla fjölgun sjófugla í Vestmannaeyjum í sumar
Elliðaey Það var eins og tíminn hefði færst aftur um tuttugu ár þegar allt varð fullt af fugli og yngstu kynslóðirnar fengu nasaþefinn af lundaveiði.
Elliðaey Það var eins og tíminn hefði færst aftur um tuttugu ár þegar allt varð fullt af fugli og yngstu kynslóðirnar fengu nasaþefinn af lundaveiði. — Ljósmyndir/Ívar Atlason

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Aðstæður eru eitthvað að breytast því það var alveg nóg æti í sjónum í sumar og það var líka svolítið merkilegt að það var enginn makríll í lögsögu okkar,“ segir Elliðaeyingurinn Ívar Atlason um mikla fjölgun sjófugla í Vestmannaeyjum í sumar. „Svo segja fræðingarnir að sjórinn hafi kólnað um eina gráðu hérna við suðurströndina og þetta virðist vera eitthvert samspil,“ segir Ívar og bætir við að ef einhverjar breytingar í náttúrunni séu að ganga til baka þá væru

...