Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir forseti Íslands segir eðlileg mannleg viðbrögð vera að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Hún segir það heilbrigðismerki um samkennd. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Halla ritar í blaðið í dag.

„Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali.“ » 15