Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir, hefur ákveðið að hætta rannsókn á stuldi á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra sem byrluð var ólyfjan og síma hans stolið á meðan hann lá meðvitundarlaus
— Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir, hefur ákveðið að hætta rannsókn á stuldi á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra sem byrluð var ólyfjan og síma hans stolið á meðan hann lá meðvitundarlaus. Fyrir liggur að síminn var afhentur starfsmönnum Ríkisútvarpsins og upplýsingar úr símanum voru afritaðar. Þrátt fyrir framangreint hefur rannsókninni verið hætt og segir lögreglan að fyrir liggi að ekki hafi tekist að sanna hver afritaði upplýsingar af síma Páls og með hvaða hætti, þótt vísbendingar séu uppi um það. Af þeim sökum sem og vegna sjónarmiða um fyrningu ákvað embætti lögreglustjórans að hætta rannsókn málsins gegn öllum sakborningum í málinu, sem voru sjö talsins.

Þá segir lögreglan að henni hafi ekki tekist að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim

...