Alfred de Zayas
Alfred de Zayas

Ögmundur Jónasson, fv. þingmaður og ráðherra, stendur fyrir fyrirlestri í Safnahúsinu við Hverfisgötu á morgun, laugardag, kl. 12. Fyrirlesari verður Alfred de Zayas, prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf. Yfirskrift erindis hans er: Eiga Sameinuðu þjóðirnar framtíð fyrir sér sem vettvangur friðsamlegra lausna í átakamálum heimsins?

Mun de Zayas svara spurningunni hvernig hann telji að koma megi á réttlátari heimsskipan en við búum nú við, segir í tilkynningu. Hefur hann glímt við þessa spurningu í fjölda bóka og fyrirlestra um árabil. Áður starfaði hann m.a. sem óháður sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í alþjóðamálum og ritari nefndarinnar. Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Ögmundur mun sjá um fundarstjórn.