Benedikt var umtalsfrómur og sýndi öðru fólki virðingu og lærði ritari nokkuð af honum, og er þakklátur fyrir.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Fréttastofa Ríkisútvarpsins ávann sér fyrir margt löngu virðingu fyrir hógværa og vandaða frásögn. Ritari hefur verið fréttaneytandi frá fimm ára aldri og lærði mannkynssögu hjá Axel Thorsteinssyni, Hendrik Ottóssyni, Jóni Magnússyni, Thorolf Smith og Margréti Indriðadóttur. Frásögn þessara fréttamanna var ávallt með fullri virðingu fyrir fréttaefninu og þeim persónum sem voru til umfjöllunar.

Nú ber svo við að þekktur samferðamaður andast. Hinn látni hefur átt langan og farsælan feril í íslensku atvinnulífi. Áhugi hans var alltaf bundinn við íslenskt atvinnulíf og uppbyggingu þess, og að allir hefðu nægan starfa.

Nú er frásögn fréttastofu RÚV á annan veg en í tíð þess heiðursfólks sem kenndi ritara mannkynssögu.

...