„Þetta er svolítið prakkaraleg músík,“ segja tónlistarmennirnir Bjarni Daníel og Þóra Birgit Bernódusdóttir um breiðskífu sína allt sem hefur gerst sem kemur út í dag, 27. september
Prakkaraskapur „Þetta er held ég prakkaralegasta músíkin sem við höfum gefið út hingað til,“ segir Bjarni Daníel í hljómsveitinni Supersport! Með honum á myndinni er Þóra Birgit Bernódusdóttir sem einnig er í sveitinni.
Prakkaraskapur „Þetta er held ég prakkaralegasta músíkin sem við höfum gefið út hingað til,“ segir Bjarni Daníel í hljómsveitinni Supersport! Með honum á myndinni er Þóra Birgit Bernódusdóttir sem einnig er í sveitinni. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Þetta er svolítið prakkaraleg músík,“ segja tónlistarmennirnir Bjarni Daníel og Þóra Birgit Bernódusdóttir um breiðskífu sína allt sem hefur gerst sem kemur út í dag, 27. september. Þau skipa reykvísku listapoppsveitina Supersport! ásamt Degi Reykdal og Huga Kjartanssyni en hún varð til út frá Post-dreifingu, samfélagi ungs listafólks, á sínum tíma. Blaðamaður hitti þau Bjarna og Þóru í kaffi og ræddi við þau um tónlistina, hversdagslegu hlutina sem veita innblástur og allt sem hefur gerst.

„Þegar ég hugsa um það hvert megi rekja þennan titil, allt sem hefur gerst, þá kemur upp í hugann sá tími sem ég var í sagnfræði í háskólanum. Það voru nokkur ár „on and off“ og

...