Til skoðunar er að nota joðbætt salt við brauðframleiðslu á Íslandi vegna minnkandi joðneyslu landsmanna. Embætti landlæknis rannsakar nú joðhag barna á höfuðborgarsvæðinu sem eru tveggja og hálfs árs gömul en þörf er á slíkum upplýsingum til að…
— Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Til skoðunar er að nota joðbætt salt við brauðframleiðslu á Íslandi vegna minnkandi joðneyslu landsmanna. Embætti landlæknis rannsakar nú joðhag barna á höfuðborgarsvæðinu sem eru tveggja og hálfs árs gömul en þörf er á slíkum upplýsingum til að ganga úr skugga um að aðgerðir til að bæta joðhag landsmanna skaði ekki viðkvæma hópa eins og börn.

Embætti landlæknis vinnur að rannsókninni í samvinnu við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Morgunblaðið setti sig í samband við Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur til að forvitnast um rannsóknina.

„Nýlega var gerð rannsókn á

...