Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði munu nema um 37 milljörðum króna á næsta ári ef áætlun í fjárlögum gengur eftir.

Greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði námu um 24 milljörðum króna árið 2019. Þær jukust síðan í 82 milljarða árið 2020 en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga í mars það ár. Álíka fjárhæð var greidd úr sjóðnum 2021 en árið 2022 hafði hún nærri helmingast í 46 milljarða króna. Hún hefur svo verið á niðurleið en nú er hins vegar gert ráð fyrir að hún muni hækka á nýjan leik. » 6