— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ekkert bendir til þess í gögnum Veðurstofunnar að atburðarásin á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Búast má við endurteknum kvikuhlaupum og eldgosum á Sundhnúkagígaröðinni á meðan kvikusöfnun heldur áfram. Þetta sagði Bergrún Arna Óladóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, á fjölmennum upplýsingafundi í Vogum í gær vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. » 2