Indverjar unnu glæsilega sigra í opnum flokki og kvennaflokki ólympíumótsins sem lauk í Búdapest í Ungverjalandi um síðustu helgi. Yfirburðir liðsins í opna flokkum voru slíkir að telja verður nær óhugsandi að nokkur skáksveit muni gera betur í framtíðinni
Stórveldið Indversku liðin unnu bæði opna flokkinn og kvennaflokkinn. Anand, í neðri röð til hægri, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna.
Stórveldið Indversku liðin unnu bæði opna flokkinn og kvennaflokkinn. Anand, í neðri röð til hægri, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna. — Ljósmynd/Maria Emelianova

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Indverjar unnu glæsilega sigra í opnum flokki og kvennaflokki ólympíumótsins sem lauk í Búdapest í Ungverjalandi um síðustu helgi. Yfirburðir liðsins í opna flokkum voru slíkir að telja verður nær óhugsandi að nokkur skáksveit muni gera betur í framtíðinni. Indverjar hlutu 21 stig af 22 mögulegum, ein skák tapaðist. Það var frammistaða fyrsta og þriðja borðs manna þeirra sem gerði útslagið; Dommarju Gukesh hlaut 9 vinninga af 10 mögulegum og Arjun Erigaisi 10 vinninga af 11 mögulegum. Sveitin hlaut 35 vinninga af 44 mögulegum, Bandaríkjamenn hlutu silfur með 29½ vinning og 17 stig, jafnir Úsbekum en með betri stigatölu. Í kvennaflokknum unnu Indverjar með 19 stig, Kasakar urðu í öðru

...