Ungsveitin heldur tónleika í Eldborg Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17 undir stjórn Nathanaëls Iselins. „Tónleikar Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru árlegt tilhlökkunarefni, en þar leikur ­glæsilegur hópur ungs tónlistarfólks, sem tekið…
Antonín Dvorák
Antonín Dvorák

Ungsveitin heldur tónleika í Eldborg Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17 undir stjórn Nathanaëls Iselins. „Tónleikar Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru árlegt tilhlökkunarefni, en þar leikur ­glæsilegur hópur ungs tónlistarfólks, sem tekið hefur þátt í hljómsveitarnámskeiði Sinfóníunnar, eitt af stórvirkjum tónlistarsögunnar. Í ár er það hin kröftuga og grípandi níunda sinfónía Antoníns Dvoráks, ­Sinfónía úr nýja heiminum, ásamt Fanfare eftir ­Aaron Copland,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar með skólakort Sinfóníunnar geti keypt miða á tónleika Ungsveitarinnar á sérstöku skólakortsverði í miðasölu Hörpu. „Skólakortið veitir handhöfum enn fremur möguleika á góðu sæti á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu verði þegar miðinn er keyptur samdægurs.“