„Mér finnst þetta mjög sérkennileg útskýring vegna þess að þetta skiptir engu máli. Það er vitað hverjir höfðu aðgang að þessum upplýsingum en mér er ekki ljóst hvað hver þessara sexmenninga á að hafa gert,“ segir Jakob R
Lögreglan Höfuðstöðvar lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Lögreglan Höfuðstöðvar lögreglunnar á Norðurlandi eystra. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Mér finnst þetta mjög sérkennileg útskýring vegna þess að þetta skiptir engu máli. Það er vitað hverjir höfðu aðgang að þessum upplýsingum en mér er ekki ljóst hvað hver þessara sexmenninga á að hafa gert,“ segir Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður hvort það væri gilt sjónarmið að hans mati að láta lögreglurannsókn á stuldi á farsíma Páls Steingrímssonar skipstjóra niður falla þar sem ekki hafi verið hægt að sanna hver afritaði símann, en þó vitað hverjir áttu hlut að máli þótt ekki sé sannað hver það var sem afritaði gögn úr símanum.

Sjö einstaklingar höfðu stöðu sakbornings í málinu, fyrrverandi eiginkona Páls og sex fjölmiðlamenn sem Jakob vísar hér

...