Í stíl við minn innri broddgölt væri líklega tímabært að ég lýsti hér í löngu máli – og hefði skoðun á – meintri væmnivæðingu tungumálsins sem við broddgeltir höfum orðið varir við síðustu misseri
Himnesk kaka Eðalfólk nýtur þess að borða syndsamlega gott en þó himneskt hnossgæti.
Himnesk kaka Eðalfólk nýtur þess að borða syndsamlega gott en þó himneskt hnossgæti.

Tungutak

Sigurbjörg Þrastardóttir

sitronur@hotmail.com

Í stíl við minn innri broddgölt væri líklega tímabært að ég lýsti hér í löngu máli – og hefði skoðun á – meintri væmnivæðingu tungumálsins sem við broddgeltir höfum orðið varir við síðustu misseri. Eða kannski er þetta engin væðing, kannski bara merki um að maður sé dottinn úr takti við meginsmekk, svo að ég skal bara halda mig á mottunni. Ég get þó bent á hvað ég myndi nota máli mínu til stuðnings ef ég færi yfirleitt út í þetta.

Að búa til minningar yrði efst á blaði. Einhver furðulegasta aðferð sem ég hef heyrt til að lýsa eðlilegri fjölskyldusamveru, sem raunar virðist óvenju oft fela í sér ferðalög. Fast á hælana kemur

...