— AFP

Dvergflóðhestakálfurinn Moo Deng virðist hafa brætt hjörtu heimsbyggðarinnar en myndir og myndbönd af kvendýrinu unga hafa verið í dreifingu alls staðar á netinu síðustu daga. Myndböndin hafa birst á öllum samfélagsmiðlum og virðast hækka verulega í gleðinni hjá fólki. Dýrið, sem þykir einstaklega krúttlegt, hefur veitt innblástur víða. Moo Deng býr í taílenska dýragarðinum Khao Kheowen og hefur fjórfaldað miðasölu í garðinn síðan hún fæddist. Moo Deng hefur þegar fengið rafmynt í sínu eigin nafni, áhrifavaldar og verslanir á við Sephora hafa fengið innblástur frá henni. Nafnið Moo Deng má þýða lauslega sem „hoppandi grís“ en það er talið lýsa henni vel, enda alltaf á iði, jafnvel þegar hún sefur.

Nánar um Moo Deng í jákvæðum fréttum á K100.is.