2020 „Manni leið eins og maður væri í maraþonhlaupi“ Helga Rósa Másdóttir
Álag Gríðarlegt álag var á heilbrigðisstarfsfólki í faraldrinum sem þurfti að vinna í hlífðarbúningi og með grímu.
Álag Gríðarlegt álag var á heilbrigðisstarfsfólki í faraldrinum sem þurfti að vinna í hlífðarbúningi og með grímu. — Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Kórónuveiran er landsmönnum enn í fersku minni, enda aðeins rúm fjögur ár síðan hún hélt innreið sína til landsins. 28. febrúar 2020 markaði upphafið að veirunni hér á landi, en hún hafði þá áður farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Engan óraði þá fyrir að næstu tvö árin yrðu undirlögð af veikindum, sóttkví, grímuskyldu, ferðatakmörkunum, samkomubönnum, heimavinnu og einmanaleika fjölmargra.

Fyrsta tilvikið í lok febrúar

Þegar fréttir fóru að berast af því í lok árs 2019 að dularfull veirusýking hefði komið upp í Kína grunaði ekki marga að hún yrði upphafið að heimsfaraldri. Í frétt frá 14. febrúar var grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Smithætta hér á landi lítil. Aðeins hálfum mánuði

...