Verður kannski Listaháskólinn, með sömu rökum, settur inn í Iðnskólann?
Kristján Hall
Kristján Hall

Kristján Hall

Með lögum skal landi eyða, þekkingu þrengja, heimskuna upp hefja. Þannig verður okkur innanbrjósts þegar yfirvöld stundum seilast inn á svið þjóðlífsins, brjóta og bramla, eyða þekkingu sem í aldanna rás hefur þróast meðal landsmanna með fagþekkingu sem hefur borist frá manni til manns, með natni og færni, fylgjandi kynslóðunum til okkar daga.

Eitt dæmi hér um er bátur nokkur sem stendur á bryggjunni fyrir aftan Sjóminjasafnið. Þessi bátur er listasmíð, fagurlega negldur, listilega höggvinn af meistara höndum, með áhöldum sem voru hönnuð fyrir meira en átta öldum, og gerð með tilliti til sjólags á hafinu undan strönd sinnar heimabyggðar. Þetta er þannig fley að unun væri fyrir ferðamenn, íslenska og erlenda, að fá að sitja í stuttri sjóferð víða um land.

Mér er í fersku minni þegar ég

...