Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 28. september, kl. 15 og kl. 15.45 verður haldið listamannaspjall. Opnaðar verða sýning Detel Aurand og Claudia Hausfeld sem nefnist Samskipti, sýning Georgs Óskars, Það er…
Málverk Eitt verka Georgs Óskars af sýningunni á Akureyri.
Málverk Eitt verka Georgs Óskars af sýningunni á Akureyri.

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 28. september, kl. 15 og kl. 15.45 verður haldið listamannaspjall. Opnaðar verða sýning Detel Aurand og Claudia Hausfeld sem nefnist Samskipti, sýning Georgs Óskars, Það er ekkert grín að vera ég, og sýning Einars Fals Ingólfssonar, Útlit loptsins – Veðurdagbók. Þær standa til 12. janúar 2025.

Samskipti er sýningarverkefni sem byggist á viðvarandi póstsendingum á listaverkum á milli listakvennanna Claudia Hausfeld og Detel Aurand, stýrt af ­Katharinu Wendler.

Í verkum sínum skorast Georg Óskar „ekki undan því að sýna okkur heiminn í öðru ljósi og vekur okkur til umhugsunar. Inntak verkanna spannar vítt svið mannlegrar tilveru,“ segir í tilkynningunni.

Veðurdagbók Einars Fals, Útlit loptsins, er hryggjarsúlan í röð myndlistarverka um veður

...