Kvikmyndagerð Birna Schram er annar verðlaunahafanna í ár.
Kvikmyndagerð Birna Schram er annar verðlaunahafanna í ár.

Verðlaun Sólveigar Anspach verða afhent í dag, 28. september, kl. 16.30 í Háskólabíói, en þá verða sýndar sex stuttmyndir sem dómnefnd hefur valið. Sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og Reykjavík International Film Festival standa að verðlaununum.

Stuttmyndakeppnin er ætluð ungum kvenleikstýrum og er haldin til minningar um Sólveigu Anspach. Verðlaun verða veitt fyrir bestu stuttmynd á íslenskri tungu og bestu stuttmynd á franskri tungu. Birna Ketilsdóttir Schram hlýtur verðlaunin fyrir myndina Allt um kring og hin kanadíska Nellie Carrie fyrir Ditch. Í ár voru 98 myndir frá átta löndum lagðar fram til keppninnar.