Maggie Smith
Maggie Smith

Breska leikkonan Maggie Smith lést í gær, föstudag, 89 ára. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar kemur fram að hún lést á sjúkrahúsi í gærmorgun.

Maggie Smith var bæði þekkt fyrir leik á sviði og á hvíta tjaldinu. Hún hlaut Óskarsverðlaun í tvígang fyrir The Prime of Miss Jean Brodie árið 1970 og California Suite árið 1979. Hún var tilnefnd til verðlaunanna fjórum sinnum til viðbótar. Þá hlaut hún átta Bafta-verðlaun á ferlinum sem spannaði sjö áratugi. Í seinni tíð hefur hún verið þekktust fyrir hlutverk sín sem prófessor McGonnagal í kvikmyndunum um Harry Potter og lafði Grantham í þáttaröðinni Downton Abbey. Þá má einnig nefna verkefni á borð við The Best Exotic Marigold Hotel, Gosford Park, A Room with a View og The Lady in the Van.