Í kosningum lofaði Einar kjósendum sínum uppbyggingu 3.000 íbúða árlega í Reykjavík. Rauntölur HMS sýna að hann nær einungis 30% af markmiði sínu.
Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir

Hildur Björnsdóttir

Borgarstjóranum Einari Þorsteinssyni svelgdist að líkindum á morgunkaffinu í vikunni þegar nýleg talning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar leiddi í ljós að nú eru aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í Reykjavík. Íbúðum í byggingu hérlendis fækkar um 16,8% þrátt fyrir vaxandi húsnæðisþörf. Staðan er alvarleg.

30% árangur

Í liðnum kosningum lofaði Einar kjósendum sínum uppbyggingu 3.000 íbúða árlega í Reykjavík. Rauntölur HMS sýna að hann nær einungis 30% af markmiði sínu. Ekkert bendir til þess að árangur hans muni fara batnandi það sem eftir lifir kjörtímabils – enda kannski ekki við öðru að búast þegar menn stökkva beint úr spyrilsstólnum í Efstaleiti í borgarstjórastólinn við Tjarnargötu.

Auðvitað eru ytri aðstæður borgarstjóranum mótdregnar eins

...