Fulltrúar meirihlutaflokkanna í Reykjavík hafa vísað frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um að endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verði hraðað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins í …
Gatnamót Þarna er mikil umferð og oft myndast langar raðir bifreiða.
Gatnamót Þarna er mikil umferð og oft myndast langar raðir bifreiða. — Morgunblaðið/Ernir

Fulltrúar meirihlutaflokkanna í Reykjavík hafa vísað frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um að endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verði hraðað.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins í umhverfis- og skipulagsráði:

„Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar skuli vísa frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um að hraða undirbúningi við endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í því skyni að auka umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun. Vel væri hægt að flýta hönnun gatnamótanna og ljúka framkvæmdum við þau árið 2026 í stað 2030 eins og nú er miðað við. Frávísunin er greinilega í samræmi við þá stefnu meirihlutans að tefja fyrir samgöngubótum í borginni eins og kostur er og koma jafnvel í veg fyrir þær.“

...