Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að.
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Umræða um íslensku, íslenskukennslu og þjálfun fólks af erlendum uppruna hefur verið tekin í borgarstjórn að frumkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins. Umræðan hefur m.a. snúist um hver sé ábyrgð Reykjavíkurborgar og hvað sé hægt að gera betur sem borgarar.

Móttaka barna og fullorðinna af erlendum uppruna er eitt stærsta verkefnið sem blasir við íslensku samfélagi. Innflytjendum hefur fjölgað mikið undanfarið í Reykjavík og eru nú rúmlega 20% af íbúum og fjölgar stöðugt. Þörf er á að aðstoða þá sem ætla að búa hér til langframa við að skilja og tala íslensku svo að þeir geti aðlagast sem best íslensku samfélagi. Íslenskukunnátta fólks af erlendum uppruna er lykillinn að farsæld og framgangi þeirra í þjóðfélaginu.

Íslenskukunnátta lykill að fjölbreyttu starfi í

...