Bláber Hátt verð fælir suma kaupendur frá, en aðrir vilja sín ber.
Bláber Hátt verð fælir suma kaupendur frá, en aðrir vilja sín ber. — Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson

„Já, það er rétt að verðið á bláberjum hefur hækkað ansi mikið í þessum mánuði,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri í Bónus, og segist skilja vel að fólki bregði þegar það sér þessa hækkun. Núna kostar fata af 500 g af bláberjum 1.798 krónur en yfirleitt hafi verðið verið frá 900-1.200 krónur. Hann segir hækkunina ekki tilkomna vegna aukinnar álagningar verslunarinnar, og í svona stöðu sé reynt að halda álagningu í algjöru lágmarki.

Óstöðugt veðurfar

„Það hefur verið lítið framboð á bláberjum alls staðar í heiminum vegna veðurfars og berin sem eru núna í búðum okkar koma frá Suður-Ameríku, en þar hrundi framleiðslan vegna veðurhamfara,“ segir hann og bætir við að bláberin sem Bónus var með hafi verið frá Hollandi og á mun hagstæðara innkaupsverði, en nú sé sú uppskera búin.

Undir þetta

...