Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra svarar því ekki beint út hvort fyrirheit um að viðhalda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi út kjörtímabilið sé bundið við þá þrjá forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sem nú verma formannsstóla þeirra
— Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra svarar því ekki beint út hvort fyrirheit um að viðhalda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi út kjörtímabilið sé bundið við þá þrjá forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sem nú verma formannsstóla þeirra. Ljóst er að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hverfur úr embætti formanns VG í næstu viku og allt stefnir í að Svandís Svavarsdóttir taki við keflinu á vinstri vængnum.

„Ég myndi bara segja að alla jafna eru kjörtímabil fjögur ár og við sögðum bara að við ætlum að klára hér fullt af verkefnum sem við vorum þá ekki búin að. Við náðum reyndar miklum árangri síðastliðið vor í gegnum þingið. Engu að síður eru verkefni enn sem við erum að vinna að og ég vil bara segja að eins og staðan er

...