Madrösur eru trúarlegir skólar þar sem börn eru menntuð á ákveðinn hátt. Þeim er kennt að þessi heimur sé verðlaus …

Hinn 15. ágúst 2021, þegar Íslendingar býsnuðust yfir samgöngutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins, marseruðu talibanar inn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og tóku þar yfir eftir 20 ára hersetu alþjóðaherliðsins undir forystu Bandaríkjamanna.

„Á þessum tímapunkti breyttust örlög 40 milljóna Afgana, sem í einni svipan misstu frelsi sitt,“ segir Noorina. Fjölskylda hennar er frá Paktika-héraðinu þar sem meirihluti íbúa er talibanar, þ. á m. hennar eigin frændur. En hún ólst að hluta til upp í flóttamannabúðum í Pakistan og í Kabúl. Noorina er elst átta systkina, fjögurra systra og þriggja bræðra.

Blaðamaður hittir Noorinu á kaffihúsi vestur í bæ, ekki vitandi við hverju á að búast öðru en að viðmælandinn muni birtast í hefðbundnum múslimskum klæðnaði. Hugmyndin er fyrirfram mótuð og eflaust týpísk vestræn

...