1 kg rifsber 1 vanillustöng pektín ef þarf 700-1000 g sykur vatn Takið eitt kíló af hreinum rifsberjum úr garðinum, með stilkum og laufum. Sjóðið í ½ bolla af vatni í 10-15 mín. Þá má kremja þau með körtöflustappara og hella í fínt sigti eða…

1 kg rifsber

1 vanillustöng

pektín ef þarf

700-1000 g sykur

vatn

Takið eitt kíló af hreinum rifsberjum úr garðinum, með stilkum og laufum. Sjóðið í ½ bolla af vatni í 10-15 mín. Þá má kremja þau með körtöflustappara og hella í fínt sigti eða láta safann leka í gegnum gamlan og hreinan bleyjuklút í nokkrar klst. Þá er safinn settur aftur í pott og 700 g – 1 kg af sykri blandað saman við (eftir því hve sætt hlaupið á að vera. Í gamla daga var alltaf 1 kg af berjum á móti 1 kg af sykri en það er mjög sætt!) Gott er að setja eina vanillustöng saman við sultuna eða bourbon-vanillu á hnífsoddi. Ef berin eru orðin mjög rauð má blanda pektíni saman við sykurinn svo það sé tryggt að rifsið hlaupi. Sykurinn og saftin

...