Í nágrenni Rússlands kallar það yfir sig hættu á innrás að sýna andvaraleysi og trúa því að það sé besta tryggingin fyrir friði.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Formenn utanríkismálanefnda þjóðþinga norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkjanna voru hér á fundi í byrjun vikunnar. Ríkjahópurinn, sem þekktur er undir skammstöfuninni NB8, á samstarf á ýmsum sviðum. Þegar stjórnmálamenn sem njóta trausts þinga sinna til að stýra nefndarstarfi um utanríkismál hittast ber þau málefni auk öryggismála að sjálfsögðu hæst.

Jóhann Friðrik Friðriksson (F), formaður utanríkismálanefndar alþingis, stýrði lokuðum fundum formannanna en Diljá Mist Einarsdóttir (D), fráfarandi formaður nefndarinnar, stýrði pallborðsumræðum þeirra á opnum fundi Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík (HR) 23. september.

...