Þegar við vorum að flytja norður sagði pabbi við mig: hvað ætlar þú að gera Daníel ef það koma engir ferðamenn eitt árið?
Daníel Smárason og Þuríður setjast niður í anddyri hótelsins sem er margbrotið og hlýlegt um leið.
Daníel Smárason og Þuríður setjast niður í anddyri hótelsins sem er margbrotið og hlýlegt um leið. — Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson

Við Hafnarstræti hefur lengi verið rekið hótel sem kennt er við bæinn þar sem það starfar, Akureyri. Það hefur lengst af verið „litli bróðir“ í samkeppni við mun stærri og voldugri einingar. En á síðustu misserum hafa stórtæk áform eigendanna skilað því að innan tíðar verða á annað hundrað herbergi í boði undir merkjum þess.

Og það eru engir nýgræðingar sem þarna eru á ferð. Eigendur hótelsins eru þau Þuríður Þórðardóttir, sonur hennar Daníel Smárason og eiginkona hans, Bergrós Guðbjartsdóttir.

Blaðamenn Morgunblaðsins voru á ferðinni í Hafnarstrætinu um daginn og eftir að hafa álpast inn í anddyri hótelsins, sem nýlega var stækkað, knúðu þeir dyra og óskuðu eftir því að fá að ræða við húsráðendur.

Þuríður hefur staðið í gistihúsarekstri í þrjátíu

...