Haukar urðu Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik vorið 1988 og 16 árum síðar eða 2004 stofnaði Ívar Ásgrímsson golfhópinn Bollann, þar sem meistararnir og aðrir njóta sín áfram saman. Í tilefni 20 ára afmælis Bollans fóru félagarnir í…
Í La Torre Aftari röð frá vinstri: Tryggvi Jónsson, Hörður Pétursson, Rúnar Guðjónsson, Reynir Kristjánsson, Sturla Jónsson, Ívar Ásgrímsson, Marel Örn Guðlaugsson og Haraldur Sæmundsson. Fremri röð frá vinstri: Þorgils Ragnarsson, Gísli Sigurbergsson, Friðleifur Hallgrímsson og Henning Henningsson. Ásgeir Magnússon er líka í hópnum en ekki í ferðinni.
Í La Torre Aftari röð frá vinstri: Tryggvi Jónsson, Hörður Pétursson, Rúnar Guðjónsson, Reynir Kristjánsson, Sturla Jónsson, Ívar Ásgrímsson, Marel Örn Guðlaugsson og Haraldur Sæmundsson. Fremri röð frá vinstri: Þorgils Ragnarsson, Gísli Sigurbergsson, Friðleifur Hallgrímsson og Henning Henningsson. Ásgeir Magnússon er líka í hópnum en ekki í ferðinni.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Haukar urðu Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik vorið 1988 og 16 árum síðar eða 2004 stofnaði Ívar Ásgrímsson golfhópinn Bollann, þar sem meistararnir og aðrir njóta sín áfram saman. Í tilefni 20 ára afmælis Bollans fóru félagarnir í vikugolfferð með mökum sínum til Spánar og eru væntanlegir heim aðfaranótt miðvikudags.

„Loksins sáum við árangur margra ára þjálfunar,“ sagði Henning Henningsson fyrirliði Hauka við Morgunblaðið eftir tvíframlengdan úrslitaleikinn, sem fór fram í Njarðvík 19. apríl 1988. Þetta var fyrsti og reyndar enn eini Íslandsmeistaratitill karla í körfuknattleik hjá Haukum. Einar Gunnar Bollason þjálfaði liðið 1982 til 1986 og svo aftur 1988 til 1989 eftir að hafa verið þjálfari ÍR í eitt ár. Bollinn vísar til hans.

...