Inga Sæland
Inga Sæland

Ógnvænleg þróun á vaxandi glæpatíðni í landinu hefur ekki farið fram hjá neinum. Líkja má ástandinu við hreina og klára vargöld. Glæpagengi fá nægan tíma og svigrúm til að skjóta hér rótum án þess að nokkuð sé að gert til að uppræta þau. Aldrei áður höfum við heyrt um annað eins af skipulagðri glæpastarfsemi, morðum, mansali, ránum og óhugnanlegum ofbeldisglæpum þar sem fórnarlömbin þora ekki að stíga fram og kæra níðingana af ótta við enn frekara ofbeldi.

Það liggur fyrir að samfélagið okkar hefur tekið stökkbreytingum á ljóshraða. Fjölmenningarsamfélagið Ísland hefur misst tökin og sú örugga saklausa þjóð sem við áður þekktum hefur runnið sitt skeið. Enginn gengur lengur öruggur um miðbæinn síðdegis, hvað þá um helgar.

Fyrir skömmu átti ég samtal við Björn Levi

...