Skólabyggingin er einkar falleg.
Skólabyggingin er einkar falleg.

Hinn 1. október á Kvennaskólinn í Reykjavík 150 ára afmæli. Af því tilefni verður afmælisdagskrá sem hefst á hádegi og eru allir velkomnir. Eftir ávarp og skemmtiatriði verður opið hús í skólanum frá 12.30 til 15.00 og geta þá gestir komið og skoðað skólann. Sama dag verður opnuð í aðalbyggingu skólans sýning á merkum munum sem tengjast sögu skólans en elstu munirnir eru frá 1874.

Rakel Tanja Bjarnadóttir, nemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, hefur haft umsjón með sýningunni.

„Þarna má sjá alls kyns muni sem fundust til að mynda uppi á háalofti. Til dæmis muni sem tengjast skólastarfinu allt frá fyrstu starfsárum skólans en einnig persónulega muni Ingibjargar H. Bjarnason, fyrrverandi skólastýru Kvennaskólans,“ segir Björk Þorgeirsdóttir áfangastjóri Kvennó.