Hrein skuld ríkissjóðs hefur aukist um 169 milljarða frá áramótum, eða úr 1.245 í 1.414 milljarða króna. Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir mikilvægt að hafa í huga að þótt skuldir ríkissjóðs hafi hækkað að tölugildi hafi hagvöxtur verið mikill síðustu ár
Ríkissjóður er að safna skuldum.
Ríkissjóður er að safna skuldum.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Hrein skuld ríkissjóðs hefur aukist um 169 milljarða frá áramótum, eða úr 1.245 í 1.414 milljarða króna.

Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir mikilvægt að hafa í huga að þótt skuldir ríkissjóðs hafi hækkað að tölugildi hafi hagvöxtur verið mikill síðustu ár. Það hafi aftur haldið aftur af skuldahlutföllum ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

...