Velsæld okkar og heilbrigð náttúra eru dýrmæt verðmæti sem ekki er réttilega tekið tillit til í samfélaginu í dag.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Gísli Sigurgeirsson og Auður Önnu Magnúsdóttir

Mikil verðmæti liggja í ósnortnum firði og dýrmæt verðmæti eru í líffræðilegum fjölbreytileika sem ekki er hægt að mæla í peningum. Velsæld okkar og heilbrigð náttúra eru dýrmæt verðmæti sem ekki er réttilega tekið tillit til í samfélaginu í dag.

Innleiða þarf aðra vísa varðandi verðmætasköpun en hagvöxt í peningum, eins og er gert til dæmis í velsældarhagkerfinu.

Áherslan á áframhaldandi fjárhagslegan vöxt er hættuleg vistfræðilegu jafnvægi á jörðinni. Líf manna á jörðinni er komið í ójafnvægi, losunin og neyslan er ekki sjálfbær, of hratt er gengið á allar auðlindir jarðar og þær eru ekki aðeins komnar að þolmörkum heldur langt yfir þolmörk. Loftslagsbreytingar eru komnar á rauða viðvörun.

...