— Morgunblaðið/Eggert

Viðgerðir standa nú yfir á þaki Kringlunnar. Að sögn Jóns Kolbeins Guðjónssonar, sem stýrir framkvæmdum hjá Reitum, hafa viðgerðirnar staðið yfir frá því á síðasta ári og munu halda áfram fram á næsta ár. Eldur braust út í þaki Kringlunnar í sumar og hefur tjónið verið talið hlaupa á hundruðum milljóna. Verslunarmiðstöðin stóð lokuð í fimm daga eftir brunann en 30 verslanir stóðu lokaðar í lengri tíma.