Ríkharður Hrafnkelsson úr Stykkishólmi fór á dögunum holu í höggi á heimavelli sínum Víkurvelli í Hólminum. Það eitt og sér væri kannski ekki umfjöllunarefni en það sem er öllu merkilegra er að Ríkharður hefur afrekað að fara fimm sinnum holu í höggi
Draumahögg Ríkharður sækir golfboltann í holuna á Víkurvelli.
Draumahögg Ríkharður sækir golfboltann í holuna á Víkurvelli.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Ríkharður Hrafnkelsson úr Stykkishólmi fór á dögunum holu í höggi á heimavelli sínum Víkurvelli í Hólminum. Það eitt og sér væri kannski ekki umfjöllunarefni en það sem er öllu merkilegra er að Ríkharður hefur afrekað að fara fimm sinnum holu í höggi.

Á meðan sumir kylfingar bíða alla ævi eftir draumahögginu hefur Ríkharður náð því ítrekað og alls á þremur golfvöllum. Fyrst á 8. holu á Fróðárvelli í Ólafsvík árið 2001, þá á 12. í Vestmannaeyjum árið 2012 og aftur í Vestmannaeyjum ári síðar. Þá á 7. holunni en Ríkharður bjó í Eyjum í sex ár. Eftir að hann flutti aftur í Hólminn fór hann holu í höggi á 6. braut á Víkurvelli árið 2016 og á dögunum endurtók hann leikinn á sömu holu.

„6. holan á Víkurvelli er mjög falleg.

...