Frelsisflokkurinn bar sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem haldnar voru í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn sigrar í kosningum frá stofnun hans árið 1956. Flokkurinn, sem er hægriþjóðernisflokkur, bætir við sig 25 þingsætum og fær 56 þingmenn kjörna af 183
Sigur Formaðurinn Herbert Kickl fagnar með stuðningsfólki í gær.
Sigur Formaðurinn Herbert Kickl fagnar með stuðningsfólki í gær. — AFP/Alex Halada

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Frelsisflokkurinn bar sigur úr býtum í austurrísku þingkosningunum sem haldnar voru í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn sigrar í kosningum frá stofnun hans árið 1956. Flokkurinn, sem er hægriþjóðernisflokkur, bætir við sig 25 þingsætum og fær 56 þingmenn kjörna af 183.

Þjóðarflokkurinn ÖVP er annar stærsti flokkurinn með 52 þingmenn. Tapar hann 19 þingsætum en sitjandi kanslari er formaður flokksins. Sósíaldemókratar fylgja þar á eftir með

...