Næstu hádegistónleikar í Hafnarborg verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 1. október, kl. 12. Á þeim verður Vera Hjördís Matsdóttir gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar, og er yfirskrift tónleikanna „Ást og lygar“. Á efnisskrá verða ástríðufullar aríur úr óperum eftir Mozart, Donizetti, Puccini og Gounod. Vera Hjördís er sópran og lauk meistaragráðu í klassískum söng við Konunglega tónlistarháskólann í Haag fyrr á þessu ári.