Helena Bylurinn sló út rafmagn hjá liðlega 2,7 milljónum heimila.
Helena Bylurinn sló út rafmagn hjá liðlega 2,7 milljónum heimila. — AFP/Sean Rayford

Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi í suðausturhluta Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Helena reið yfir. Flórída, Georgía, Norður-Karólína, Suður-Karólína og Tennessee urðu verst fyrir barðinu á yfirreið bylsins.

Tala látinna er á reiki en hið minnsta 69 manns hafa látið lífið sökum bylsins sem olli flóðum og talsverðum skemmdum á innviðum. Flóðin og skemmdirnar hafa gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir að nálgast svæði þar sem fólk er í neyð, einkum í Norður-Karólínu, þar sem enn er hætta á flóðum í vesturhluta ríkisins vegna skemmda á flóðvarnargörðum.

Tala látinna til þessa er hæst í Suður-Karólínu eða 25. Ellefu hafa látið lífið í Norður-Karólínu, 17 í Georgíu, 11 í Flórída og einn í Virginíu, samkvæmt eigin talningu ríkjanna.

Helena sló út rafmagn hjá liðlega 2,7 milljónum heimila á svæðinu og þúsundir hafa þurft að leita sér skjóls hjá Rauða krossinum í Bandaríkjunum. Nemur áætlað fjárhagstjón allt frá 15 milljörðum bandaríkjadala og upp í

...