Banaslys varð rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags á Sæbraut við Vogabyggð. Ökumaður ók á gangandi vegfaranda sem var fluttur á slysadeild en skömmu síðar úrskurðaður látinn.

Viðbragðsaðilar voru lengi á vettvangi og loka þurfti umferð á svæðinu á meðan. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lýsir „dapurlegri“ framkomu vegfarenda á meðan lögreglan var þar að störfum. Í samtali við Morgunblaðið segir hún að vegfarendur, bæði gangandi og akandi, hafi verið ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar og þurfa að leggja lykkju á hana.

„Einhverjir komu þarna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og oftar en þrisvar til að reyna að fá sínu framgengt,“ segir Hjördís.

Alls hafa 13 manns týnt lífi í banaslysum í umferðinni það sem af

...