Frelsisflokkurinn FPÖ bar sigur úr býtum þegar gengið var til þingkosninga í Austurríki í gær. Skoðanakannanir höfðu lengi sýnt fram á forskot flokksins en þetta er í fyrsta skipti sem hann fær flesta þingmenn kjörna af þingflokkum landsins
Austurríki Herbert Kickl veifar til stuðningsmanna sinna eftir fyrstu útgönguspár. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn sigrar í kosningum.
Austurríki Herbert Kickl veifar til stuðningsmanna sinna eftir fyrstu útgönguspár. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn sigrar í kosningum. — AFP/Roland Schlager

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Frelsisflokkurinn FPÖ bar sigur úr býtum þegar gengið var til þingkosninga í Austurríki í gær. Skoðanakannanir höfðu lengi sýnt fram á forskot flokksins en þetta er í fyrsta skipti sem hann fær flesta þingmenn kjörna af þingflokkum landsins.

Flokkurinn mældist með 27% fylgi daginn fyrir kosningar og skammt á hæla hans var flokkur sitjandi kanslara, Þjóðarflokkurinn ÖVP, með 25% fylgi.

Svo fór að FPÖ hlaut 28,8 prósent greiddra atkvæða. Með þessu bætir flokkurinn við sig 25 þingsætum og fær 56 þingmenn kjörna í neðri deild þingsins, en þar eru 183 þingsæti.

Áðurnefndur ÖVP hlaut 26,3% fylgi. Flokkurinn missir þar með 19 þingsæti og fær 52 þingmenn kjörna.

...