Hvernig geta eldri borgarar breytt fasteign í lífeyri og laust fé án þess að láta hana af hendi? Hér er kynnt franska kerfið viager, þar sem fasteignarkaupandi greiðir lága útborgun en síðan eins konar lífeyri.
Haukur Arnþórsson
Haukur Arnþórsson

Haukur Arnþórsson

Eldri borgarar geta þurft að breyta fasteign í lífeyri eða laust fé, til dæmis við fráfall maka. Einnig geta kostnaðarsöm veikindi komið upp á og önnur mikilvæg tilefni. Lífeyrisgreiðslur eru stundum lágar, einkum hjá ekkjum og öðrum sem búa einir, þeim sem unnu sjálfstætt og oftast eru greiðslur lágar hjá elsta hópnum. Munum líka að flestir lífeyrissjóðir hafa slegið viðvarandi greiðslur makalífeyris af.

Gamalt fólk vill halda reisn sinni fjárhagslega, ekki vera upp á aðra komið og geta lifað til æviloka við sæmileg kjör. Sala á fasteign á hefðbundnum markaði kemur ekki alltaf til greina.

Eins og er – ef óvænt kostnaðartilefni koma upp á – þarf fólk að selja húsnæði sitt og láta það af hendi eða veðsetja það og greiða síðan af láni. Hvort tveggja er illur kostur

...