„Fálki er þjóðarfugl Íslendinga svo víða kemur hann við í sögum fyrri tíðar og var konungsgersemi. Heiðlóan er sennilega vinsælasti fuglinn á meðal Íslendinga og hrafninn sá gáfaðasti, enda sýna vísindarannsóknir fram á snilli og gáfur krumma…
Fuglafræðingur Jóhann Óli með kíkinn á lofti á Stokkseyri þar sem hann hefur frábært tækifæri til fuglaskoðunar.
Fuglafræðingur Jóhann Óli með kíkinn á lofti á Stokkseyri þar sem hann hefur frábært tækifæri til fuglaskoðunar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Fálki er þjóðarfugl Íslendinga svo víða kemur hann við í sögum fyrri tíðar og var konungsgersemi. Heiðlóan er sennilega vinsælasti fuglinn á meðal Íslendinga og hrafninn sá gáfaðasti, enda sýna vísindarannsóknir fram á snilli og gáfur krumma sem er af krákukyni,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur. Honum var á dögunum, af umhverfisráðherra, veitt Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti. Viðurkenning þessi var nú veitt í 15. sinn en hún fellur jafnan fólki í

...