Því miður hefur ESB seilst til æ meiri áhrifa, einkum á sviði orku- og loftslagsmála, með sífellt meira íþyngjandi reglugerðafargani.
Guðm. Jónas Kristjánsson
Guðm. Jónas Kristjánsson

Guðm. Jónas Kristjánsson

Stöðugt er vegið að fullveldi Íslands, einkum eftir að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, og aldrei eins og í seinni tíð. Nú síðast með bókun 35 en þar er ætlast til að þegar íslensk lög og reglur stangast á við þær frá Brussel gildi ESB-lögin og reglurnar. Það er skýrt brot á íslensku stjórnarskránni eins og fjölmargir þjóðkunnir lögfræðingar hafa bent á og fært haldgóð og sterk rök fyrir, sem ekki verða tíunduð hér. En það yrði tímanna tákn fyrir undanlátssemi íslenskra stjórnvalda og þorra þingmanna gagnvart erlendu yfirþjóðlegu valdi ef þessi gjörningur yrði afgreiddur og samþykktur á Alþingi Íslendinga á sjálfan fullveldisdaginn hinn 1. desember næstkomandi.

Skv. EES-samningnum voru sjávarútvegur, landbúnaður, orku- og loftslagsmál og bókun 35 undanþegin samningnum í upphafi enda hefði hann aldrei

...