Viðunandi lausn á samgöngumálum Fljóta og Fjallabyggðar finnst aldrei án þess að skrifað verði strax dánarvottorð á Siglufjarðarveg og Strákagöng.
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Guðmundur Karl Jónsson

Í utanverðum Skagafirði hafa heimamenn í Fljótum árangurslaust ítrekað kröfuna um jarðgöng undir Siglufjarðarskarð og lýst áhyggjum sínum af slysahættunni vegna jarðsigs á veginum í Almenningum og Mánárskriðum. Áður ítrekuðu vonsviknir Fljótamenn þessa kröfu sína, um að gerð yrðu tvíbreið jarðgöng úr Skarðsdal sunnan Siglufjarðar sem kæmu inn í Skagafjörð, í beinu framhaldi af Héðinsfjarðargöngum. Í dag er vegalengdin milli Fljóta og Siglufjarðar 25 km. Með 4,7 km löngum veggöngum styttist hún um 15 km. Á 6. áratug 20. aldar, áður en ákvörðun var tekin um gerð einbreiðu Strákaganganna og lagningu nýs vegar um Mánárskriður og Almenninga, kom fram hugmynd um gerð jarðganga milli Hólsdals í Siglufirði og Nautadals í Fljótum. Tillögu Vegagerðarinnar um að taka þaðan veggöng inn í Hólsdal í Siglufirði hafa Fljótamenn andmælt. Enginn veit hvar snjóflóðahættur leynast, hvort sem

...