Snilligáfan er oft falin í augsýn og innan seilingar.
Árni Sigurðsson
Árni Sigurðsson

Árni Sigurðsson

Frá örófi alda hafa ótal einstaklingar stuðlað að þróun samfélaga án umbunar né viðurkenningar, þótt framlag þeirra hafi stuðlað að velsæld og velmegun. Menning mannkyns er uppsöfnuð reynsla forfeðranna, bæði sorgir og sigrar. Ritmál hefur aðeins verið til síðustu nokkur þúsund ár af 300.000 ára sögu okkar sem hinn „vitiborni maður“ (Homo sapiens).

Án efa voru fjölmargir snillingar örlagavaldar á sínu nærsvæði sem eru nú öllum gleymdir. Í flestum, ef ekki öllum, samfélögum voru munnlegar hefðir, kunnátta, verkþekking og uppfinningar sem aldrei voru skráðar en höfðu djúpstæð áhrif á menningu og tækniþróun.

Einstakt framlag hvers og eins

Þrátt fyrir að mannfjöldi hafi verið minni áður er áætlað að um 100 milljarðar einstaklinga hafi fæðst og

...