Sigurður Björnsson, krabbameinslæknir og fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands, lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær, 29. september, 82 ára að aldri. Sigurður fæddist 5. júní 1942 í Princeton í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann var sonur dr. Björns Sigurðssonar, læknis og forstöðumanns á Keldum (1913-1959), og Unu Jóhannesdóttur fulltrúa (1913-2000). Þau voru bæði úr Skagafirði.

Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1961 og lauk embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1968. Að loknu kandídatsári fór Sigurður til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og lauk sérfræðiprófi í almennum lyflækningum 1973 og í lyflækningum krabbameina tveimur árum síðar.

Eftir að Sigurður kom heim frá námi árið 1978 starfaði hann á Landspítala, St. Jósefsspítala á Landakoti og Borgarspítala. Hann lauk störfum sem yfirlæknir á Landspítala árið 2014 en

...