Í flutningi verkefna lögreglu og heilsugæslu til sveitarfélaga felast ekki einungis áskoranir heldur líka tækifæri.
Einar Freyr Elínarson
Einar Freyr Elínarson

Einar Freyr Elínarson

Öryggistilfinning er grundvallarþörf einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga. Víða um land hafa íbúar þurft að sætta sig við sífelldar skerðingar á þjónustu, sem hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu fólks. Þetta má að einhverju leyti rekja til mikillar miðstýringar ríkis á þjónustunni. Í þessari grein mun ég fjalla um ákveðna þætti sem ég tel að skipti sérstaklega miklu máli í þessu samhengi. Það er nefnilega ekki meitlað í stein að íbúar þurfi að búa við lágt þjónustustig og að þeir upplifi sig óörugga – það er pólitískt viðfangsefni og við höfum val um að gera breytingar og ættum að forgangsraða í þessa veru.

Sveitarfélög hafa þegar sýnt að þau geta sinnt stórum verkefnum, eins og rekstri skóla, þjónustu við fatlað fólk og rekstri slökkviliða. Auðvitað má endalaust ræða um fjármögnun verkefnanna og hvernig hún hefur

...