Keflvíkingar hefja titilvörnina á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik annað kvöld með leik gegn Stjörnunni á útivelli en keppni í úrvalsdeildinni hefst hins vegar í kvöld með fyrstu þremur leikjunum
Öflug Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir leikur áfram með Keflvíkingum en hún var í lykilhlutverki í þreföldum sigri liðsins síðasta vetur.
Öflug Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir leikur áfram með Keflvíkingum en hún var í lykilhlutverki í þreföldum sigri liðsins síðasta vetur. — Morgunblaðið/Eyþór

Körfuboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Keflvíkingar hefja titilvörnina á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik annað kvöld með leik gegn Stjörnunni á útivelli en keppni í úrvalsdeildinni hefst hins vegar í kvöld með fyrstu þremur leikjunum.

Keflavík mætir til leiks sem þrefaldur meistari eftir að hafa unnið deildina, bikarinn og svo sjálfan Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor þegar liðið lagði granna sína frá Njarðvík, 3:0, í úrslitaeinvíginu um titilinn.

Bikarinn unnu Keflavíkurkonur með því að sigra Þór frá Akureyri örugglega í úrslitaleiknum 23. mars, 89:67.

Þrír nýliðar í deildinni

Ásýnd deildarinnar er talsvert breytt frá síðasta tímabili þar sem þrjú

...